Vegatunga

Vegatunga

Gert veturinn 2011-2012
Freyja Hrönn Friðriksdóttir
7.bekk 2011-2012

Hér að neðan er ábúendatala Torfastaðakots og síðar Vegatungu 1943. Þetta tal er vélritað eftir ljósriti sem Halldór Þórðarson á Litla- Fljóti á. Efst á blaðinu er dagsetningin 10.01.1997 og blaðssíðutalið 33. Halldór sagði að Páll Lýðsson frá Litlu Sandvík og Halldór Gestsson á Flúðum hefður gefið honum þetta rit.

 

1703 Ingveldur Ívarsdóttir f.1645

1709 Páll Guðmundsson f. 1667

1729 Illugi Þórðarson f. 1679

1735 Jón Jónsson

1746-1750 Þorsteinn Greipsson f. 1715

1754-1758 Jón Sigurðsson f.1727

1754-1755 Þórunn Jónsdóttir

1762 Ásmundur Ólafsson f.1716

1767-1773 Erlendur Jónsson f. 1754- d. 31. ágúst 1827

1784-1808 Vigdís Jónsdóttir f.1737, d. 7.febr. 1808

1808-1824 Guðmundur Þorsteinsson f. 1769, d. 4.febr. 1860

1824-1829 Halldór Þórðarson Prestur f. 5. ágúst 1781, d. 29.júlí 1831

1829-1832 Vigdís Halldórsdóttir, f. 1793, d. 19.júlí 1846

1832- 1835 Jón Þorsteinsson f. 28.okt. 1804, d. 3. júní 1843

1835-1837 Jón Eiríksson f. 17.okt, d. 5.júní 1874

1837-1843 Guðrún Halldórsdóttir, f. 15.nóv.1788, d. 25.des.1850 (mad)

1843-1844 Halldór Halldórsson, f. 1793, d. 27.mars.1872

1844-1845 Halldór Þórðarson f. 1819, d. 29 ágúst 1092

1845-1875 Hafliði Markússon, f. 17.nóv. 1808, d. 4.mars 1890

1875-1879 Guðmundur Torfason, uppgjafaprestur, f.5.júní 1798, d. 3. apríl 1879

1879-1886 Björn Árnason, f. 5 ágúst 1831

1886-1894 Árni Þorvarðarson, f. 25. ágúst 1828, d. 26.mars 1894

1894-1900 Guðrún Högnadóttir, f. 4.sept. 1844

1900-1902 Þorvarður Árnason, f. 11.maí 1869, d.14.febr. 1939

1902-1905 Grímur Guðmundsson, f. 27.júlí 1837, d.10.nóv. 1921

1905-1911 Sæmundur Jónsson, f. 8.maí 1876, d. 16. júní 1926

1911-1915 Jón Jónsson, f. 31. júlí 1879, d.1923

1915-1918 Sumarliði Grímsson, f. 26.okt. 1883, d.1931

1918-1922 Jón Guðmundsson, f. 4. apríl 1848

1922-1926 Í eyði

1926-1930 Jakob Björnsson, f. 15. ágúst 1895, d. 13.apríl 1969

1930-1943 Guðbjörn Guðlaugsson, f. 12.apríl 1890

1943-1944 Í eyði

1944-1952 Guðlaugur Jónsson, f. 29.jan.1899, d. 12.nóv.1958

1952-1955 Í eyði

1955- Sigurjón Kristinsson, f.8.sept.1934

 

Við í Vegatungu höfum viðað að okkur ábúendatöl frá tveimur stöðum, annars vegar það ábúendatal sem nágranni okkar á Litla- Fljóti, Halldór Þórðarson átti í fórum sínum og hins vegar í bókinni Sunnlenskar byggðir I.hefti. Einnig hefur hann, Alfreð Jónsson frá Laug og Sigurjón Kristinsson verið hjálpsamir að benda okkur á myndir af fyrrverandi ábúendum. Þá átti Þóra Hrönn Óðinsdóttir í Kópavogi myndir af afa sínum og ömmu Eggþóru og Jakobi, hún var svo vinsamleg að senda okkur þær. Þessu fólki kunnum við bestu þakkir fyrri hjálpina.

 

Ef þú sem lest þetta veist meira eða átt myndir frá gamalli tíð væri gaman að fá að vita um það og fá senda línu.

 

Hér að neðan er ábúendatala Torfastaðakots og síðar Vegatungu 1943. Þetta tal er vélritað eftir ljósriti sem Halldór Þórðarson á Litla- Fljóti á. Efst á blaðinu er dagsetningin 10.01.1997 og blaðssíðutalið 33. Halldór sagði að Páll Lýðsson frá Litlu Sandvík og Halldór Gestsson á Flúðum hefður gefið honum þetta rit. Aðeins er getið um karlábúendur en þær konur sem nefndar eru eru líklega prestsekkjur sem hafa fengi kotið til ábúðar. Einnig má sjá að hér hafa menn ekki verið nema nokkur ár.

 

1703 Ingveldur Ívarsdóttir f.1645

1709 Páll Guðmundsson f. 1667

1729 Illugi Þórðarson f. 1679

1735 Jón Jónsson

1746-1750 Þorsteinn Greipsson f. 1715

1754-1758 Jón Sigurðsson f.1727

1754-1755 Þórunn Jónsdóttir

1762 Ásmundur Ólafsson f.1716

1767-1773 Erlendur Jónsson f. 1754- d. 31. ágúst 1827

1784-1808 Vigdís Jónsdóttir f.1737, d. 7.febr. 1808

1808-1824 Guðmundur Þorsteinsson f. 1769, d. 4.febr. 1860

1824-1829 Halldór Þórðarson Prestur f. 5. ágúst 1781, d. 29.júlí 1831

1829-1832 Vigdís Halldórsdóttir, f. 1793, d. 19.júlí 1846

1832- 1835 Jón Þorsteinsson f. 28.okt. 1804, d. 3. júní 1843

1835-1837 Jón Eiríksson f. 17.okt, d. 5.júní 1874

1837-1843 Guðrún Halldórsdóttir, f. 15.nóv.1788, d. 25.des.1850 (mad)

1843-1844 Halldór Halldórsson, f. 1793, d. 27.mars.1872

1844-1845 Halldór Þórðarson f. 1819, d. 29 ágúst 1092

1845-1875 Hafliði Markússon, f. 17.nóv. 1808, d. 4.mars 1890

1875-1879 Guðmundur Torfason, uppgjafaprestur, f.5.júní 1798, d. 3. apríl 1879

1879-1886 Björn Árnason, f. 5 ágúst 1831

1886-1894 Árni Þorvarðarson, f. 25. ágúst 1828, d. 26.mars 1894

1894-1900 Guðrún Högnadóttir, f. 4.sept. 1844

1900-1902 Þorvarður Árnason, f. 11. maí 1869, d.14.febr. 1939

1902-1905 Grímur Guðmundsson, f. 27.júlí 1837, d.10.nóv. 1921

1905-1911 Sæmundur Jónsson, f. 8.maí 1876, d. 16. júní 1926

1911-1915 Jón Jónsson, f. 31. júlí 1879, d.1923

1915-1918 Sumarliði Grímsson, f. 26.okt. 1883, d.1931

1918-1922 Jón Guðmundsson, f. 4. apríl 1848

1922-1926 Í eyði

1926-1930 Jakob Björnsson, f. 15. ágúst 1895, d. 13.apríl 1969

1930-1943 Guðbjörn Guðlaugsson, f. 12.apríl 1890

1943-1944 Í eyði

1944-1952 Guðlaugur Jónsson, f. 29.jan.1899, d. 12.nóv.1958

1952-1955 Í eyði

1955- Sigurjón Kristinsson, f.8.sept.1934

 

Þá kemur fróðleikur ásamt ábúendatali úr bókinni Sunnlenskar byggðir I, sem Búnaðarsamband Suðurlands gaf út 1986,

þar stendur á bls.155 um jörðina:

 

Vegatunga hét áður Torfastaðakot.

 

Árið 1943 var nafninu breytt. Um landkosti er svipað að segja og á Torfastöðum. Jörðin er tæplega meðalstór, landi vel gróið og gróður fjölbreyttur, skiptast á holt og mýrarsund. Engastykki á jörðin á Torfastaðaengjum, en er nú ekki nytjað lengur. Veiðirétt á jörðin í Tungufljóti, Hrosshagavík, Startjörnum og Flókatjörn. Ábúð á jörðinni hefur verið nokkuð stopul. Þar dvaldi löngum húsamennskufólk, en Torfastaðaprestur nytjaði jörðina að mestu leyti. Sumir Torfastaðaprestar fluttu í kotið að loknum prestskap og eyddu þar ellidögum sínum. Vildu þeir því ekki festa jörðina til varanlegrar ábúðar. Bærinn stendur í lágri hæð norðan við Biskupstungnabraut og skammt austan við Reykjaveg. Jörðin er ríkiseign. Hún er að mestu afgirt. Fyrrum var smjörbú við Torfastaðakotslæk.

 

Byggingar: Íbúðarhús byggt 1957-1964, steypt 450m3, fjós fyrir 12 gripi, fjárhús fyrir 500 fjár, hesthús fyrir 6 hross, hlöðurými fyrir þurrhey 590m3, fyrir vothey 80m3, geymslur m3. Fateignamat 1922: Metin með Torfastöðum. Fasteignamat 1977: Landverð 2.530.000 kr., húsaverð 7.353.000 kr., hlunnindi 55.000kr. Tún 24,5 ha. Áhöfn 1976-1977: 200 fjár og 7 hross.

 

Ábúendur:

1900-1902; Þorvarður Árnason

1902-1905;Grímur Guðmundsson og Helga Guðmundsdóttir

1905-1911;Sæmundur Jónsson og Arnleif Lýðsdóttir

1911-1915; Jón Jónsson og Guðbjörg Sveinsdóttir

1915-1918; Sumarliði Grímsson og Guðný Kristjánsdóttir

1918-1922; Jón Guðmundsson og María Guðmundsdóttir

1922-1926; Í eyði (Guðlaug Runólfsdóttir í húsmennsku sum árin)

1926-1930; Jakob Björnsson og Eggþóra Kristjánsdóttir

1930-1943; Guðbjörn Guðlaugsson og Jóna O. Halldórsdóttir

1943-1944; Í eyði

1944-1952; Guðlaugur Jónsson og Halla Sæmundsdóttir

1952-1955; Í eyði, nytjuð frá Torfastöðum

1955- Sigurjón Kristinsson f. á Brautarhóli 08.09.1934 og Þuríður Sigurðardóttir f. í Reykjavík 17.05.35

 

Eftir að bókin kom út hafa eftirfarandi breytingar orðið:

1955-1980; Sigurjón Kristinsson og Þuríður Sigurðardóttir

1980-1992; Sigurjón Kristinsson

1986-1992; Friðrik Sigurjónsson

 

1992- Friðrik Sigurjónsson (22.11.1961) og Agla Snorradóttir (02.02.1959)

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top