Miklaholt III

Miklaholt III

 

Um miðjan mars 2008 var grunnurinn af Miklaholti III tekin. Afi, Þráinn Bjarndal Jónsson, keyrði svo mölina í grunninn. Við mamma unnum sjálfar töluvert í húsinu. Í júlí sama ár fluttum við mamma svo inn. Húsið stendur alveg við gamla afleggjarann að Miklaholti, á stað sem er kallaður Lágamýri. Rétt við húsið rennur lækur, þar er notalegt að fara í lautarferðir og svoleiðis. Í húsinu er mjög gott að vera og stundum um hásumar ef maður er með opin gluggan getur maður heyrt í læknum, það er mjög notalegt og róandi. En það mikilvægasta er að mér líður vel á þessum stað, það er gott að búa út í sveit með dýrum og stórum garði.

Munnlegar heimildir fengnar frá Elsu Fjólu

Gert veturinn 2011-2012
Embla Líf Trepte Elsudóttir
7.bekk 2011-2012

 

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top