Brekka

Brekka

 

Húsið Brekka var byggt árið 1929. Það er ekki vitað hvað það tók langan tíma að byggja húsið ensama sumar var líka byggð rafstöð í Brekkulæk. Á þeim tíma var bara rafmagn á Brekku og á Geysi í Biskupstungunum (heimarafstöðvar), Bjarni frá Hólmi í Skaftafellssýslu byggði rafstöðina á Brekku.

Það er ekki vitað hver byggði húsið en sennilega hafa einhverjir komið að til þess að byggja það.

Ábúendur á Brekku:
Björn Guðmundur Björnsson og Jóhanna Ingveldur Bjarnardóttir frá 1887-1920,
Jóhanna Bjarnardóttir frá 1920-1922,
Erlendur Björnsson og Kristín Sigurðardóttir frá 1922-1927,
Árni Pálsson og Ingibjörg Sveinsdóttir frá 1927-1929,
Þórður Þórðarson og Guðlaug Erlendsdóttir frá 1929-1946,
frá 1946 Bjarnleifur Óskar Jóhannesson, f. í Reykjavík 2.1. 1919, og Hildur Guðmundsdóttir, f. á Ísafirði 11.8. 1925, þau eru síðustu ábúendurnir í húsinu en húsið skemmdist í jarðskjálftanum árið 2000 og í framhaldi af því var húsið dæmt ónýtt árið 2004, fluttu Óskar og Hildur út úr því vorið 2005 og hefur engin búið í því síðan. Nú hefur verið ákveðið að rífa húsið og verður það gert á árinu 2009.

Húsið er steynsteypt 335m3/80m2 var með 2 risum en er núna bara eitt ris.

Húsinu var mikið breytt árið 1951. Baðstofan var hærri með kjallara undir en stofan og eldhúsið voru á jarðhæð, svo var stofunni og eldhúsinu lift þannig að það væri í sömu hæð og baðstofan, fyrir breytingu var gengið inn að sunnan en eftir breytinguna var gengið inn að vestan. Svo var sett eitt íbúðarhæft ris yfir alt húsið.

Óskar og Hildur voru búinn að búa í gamla bænum í 61 ár þar til húsið fór að síga eftir jarðskjálftan árið 2000 þá var það talið vera algjör slysagildra, var því húsið dæmt ónýtt. Óskar og Hildur búa núna í nýbyggðu húsi á Brekku og líður þeim mjög vel þar.

Skrifað vorið 2009
Finnur Jóhannesson
7.bekk 2008-2009

 

 

 

 

 

Upplýsingar fengust hjá: Bjarnleifi Óskari Jóhannessyni, Hildi Guðmundsdóttur og úr bókini Sunnlenskar Byggðir.

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top