Fellskot II

Fellskot II

Vorið 1978 fluttu María Birna Þórarinsdóttir og Kristinn Gísli Antonsson í Fellskot og byrjuðu að byggja húsið. Var það fokhelt í nóvember sama ár. Yfirsmiðurinn hét Friðgeir Kristjánsson úr Hveragerði og byggði hann húsið ásamt sínum vinnuflokki. Á sama tíma byggðu þeir hús á Brautarhóli. Byggingunni var lokið og var flutt inn í húsið í október 1979. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum, og er 290 m². Á neðri hæðinni er bílskúr, baðherbergi, sex herbergi og á efri hæðinni er stór stofa, eldhús, baðherbergi og 4 herbergi. María Birna Þórarinsdóttir og Kristinn Gísli Antonsson bjuggu í húsinu frá 1979 - 2009 með börnum sínum þremur, Líneyju, Þórarni og Sigurlínu. Einnig bjó vinnufólk á neðri hæðinni. Um vorið 2009 fluttu Bent Larsen Fróðason og Líney Sigurlaug Kristinsdóttir í húsið með börnum sínum Evu Maríu Larsen Bentsdóttur og Fróða Larsen Bentsson. Munnlegar heimildir fengnar frá Maríu Birnu Þórarinsdóttur og Kristni Gísla Antonssyni.

 

Gert veturinn 2011-2012
Evar María Larsen
7.bekk 2011-2012

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top