Haukadalur II

Haukadalur II

Húsið var byggt árið 1960, var það hlaðið í nokkrum áföngum og tók byggingin rúmlega 3 ár. Húsið er dökkbrúnt og hvítt, 120 m2 að stærð. Húsið er hefðbundið eða eins og var í tísku á þeim tíma, stór og góð forstofa en mjög lítil herbergi. Fyrstu ábúendur voru Greipur Sigurðsson og Kristín Sigurðardóttir ásamt börnum sínum, Sigurði og Hrönn. Þau hjón voru mjög nýtin t.d. voru átta viðartegundir í stofunni og vatnsrör í milli veggjum, allt heimagert og allt nýtt sem var á staðnum. Landgræðsla var þeirra líf og garðurinn við húsið varð verðlaunagarður til margra ára. Árið 1985 dó Greipur og Kristín bjó af og til í húsinu til 1995. Mábil Gróa Másdóttir kaupir húsið 1996 og býr í því ásamt börnum sínum, Sigríði Ölmu og Sölku Kristínu. Í dag, 2009, þá er búið að mála húsið hvítt og svart, allt einangrað upp á nýtt og verönd komin sunnan við húsið.

Skrifað vorið 2009
Sigríður Alma Helgadóttir
7.bekk 2008-2009

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top