Brekka hesthús

Árið 1955 byggðu langafi minn Óskar Jóhannesson og langamma mín Hildur Guðmundsdóttir hlöðuna við lítið fjós sem búið er að rífa, 10 árum seinna eða 1965 byggja þau svo fjárhús við hlöðuna sem við erum núna búin að breyta í hesthús.

 

Árið 2004 keyptu foreldrar mínir, Jóhannes Helgason og Helga María Jónsdóttir, jörðina af langafa og langömmu. Árið 2008 var byrjað að endurnýja þessa byggingu og breyta henni í hesthús og fjárhús, í febrúar 2009 voru hross og sauðfé tekin inn. Sauðféð fékk aðeins að vera tvo vetur í húsinu en þá var því öllu breytt í hesthús. Núna eru í húsinu 6 stóðhestastíur, 8 einshestastíur og 1 folaldastía sem getur tekið 4 folöld. Kaffistofan var svo kláruð síðasta vetur og var tekin í notkun í febrúar 2013.

Rósa Kristín Jóhannesdóttir 
6.bekkur 
2012-2013

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top