Bjarkarbraut 19

Bjarkarbraut 19 Reykholti

Bjarkarbraut 19 

Það var haustið 2005 sem hann lagði land undir fót og fór ásamt smiðnum að panta efniviðinn í húsið. Meðan beðið var eftir því að húsið væri sniðið til og einingarnar í það smíðaðar tók heimilisfaðirinn sig til og hóf vinnu við grunn hússins. Hann var svo spenntur fyrir byggingu nýja hússins að hann keyrði austur í Tungur og reyndi að sofa í fellihýsi í nístingsgaddi og roki. Það gekk reyndar frekar illa og endaði hann á að sofa í vinnubílnum og var sá tími afar erfiður. Loks reis grunnur hússins og var platan svo steypt í lok apríl. Nokkrum vikum síðar eða í maí kom svo húsið tilsniðið til Ísland í 5 gámum.  Það tók ekki nema um 6 vikur að reisa húsið og það varð  fokhelt í júní 2006. Mánuði síðar eða í júlí flutti svo fjölskyldan inn í hluta bílskúrsins og bjó þar á meðan verið var að byggja húsið.

Plássið var ekki mikið en það var gott að búa þröngt á nýjum stað, þannig náðu fjölskyldumeðlimir betur saman og það fór ekki framhjá neinum ef einhverjum leið illa. Fyrstu jól fjölskyldunar á nýjum stað voru því haldin í 25 fermetra íbúð í bílskúrnum. Eftir níu mánaða samveru í littlu plássi voru þó allflestir komnir með nóg af plássleysinu og var það mikill léttir að geta loks flust í íbúðarhúsið  í nóvember 2007. Þá var húsið nánast tilbúið að innan en enn á eftir að klára ýmislegt fyrir utan.

Húsið er 260 fermetrar og með bílskúr sem er 80 fermetrar. Lóðin er um 5000 fermetrar. Í húsinu eru fimm svefnherbergi, tvö fataherbergi mjög stórar stofur og rúmgott eldhús. Húsið og staðsetningin er draumastaður stórrar fjölskyldu sem vill hafa rúmt um sig og auðvitað er alltaf gaman að geta boðið stórfjölskyldunni heim í jóla- og afmælisboð og geta þá líka boðið upp á gistingu.

Gert á haustönn 2010
Eysteinn Aron Bridde
7.bekk 2010-2011

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top