Fellskot I

Fellskot I

 

Gamla Fellskot

Húsið var byggt árið 1930. Var þetta fyrsta steinhúsið í sveitinni sem búið var í og var það á tveimur hæðum. Það tók 6 mánuði að byggja húsið og var það gert yfir sumartímann. Það var byggt á rústum gamals torfkofa. Á meðan verið var að byggja húsið sváfu ábúendurnir í tjöldum. Árið 1979 var húsið klætt að utan og árið 2005 var forstofa byggð sem er 15 fermetrar. Húsið var upphaflega 64 fermertar, hvor hæð. Fyrstu ábúendur voru Guðlaugur Eiríksson, Katrín Þorláksdóttir og börn 1930-1940. Katrín Þorláksdóttir 1940-1941. Frá 1941 Þórarinn Guðlausson og Katrín Þorsteinsdóttir. Frá 1978 Kristinn Antonsson og María Þórarinsdóttir ásamt börnum þeirra.

Skrifað vorið 2009
Katrín Rut Sigurgeirsdóttir
7.bekkur 2008-2009

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top