Helgastaðir II

Helgastaðir II

Húsið er byggt árið 1947 og endurbyggt árið 1967. Þetta er bárujárnsklætt timburhús. Stærð hússins er 380 rúmmetrar. Húsið er staðsett í austurhlíð Vörðufells. Það er einangrað með torfi, bæði í útveggjum og í gólfi milli hæða. Húsið var síðast málað árið 1988, bæði útveggir og þak. Gamli stiginn á milli hæða var rifinn til að fá meira pláss í eldhúsið. Reistur var nýr og nútímalegri stigi inni í stofu. Þetta voru góð skipti af því að gamli stiginn hafði verið svo brattur.Heitt vatn var lagt upp að Helgastöðum fyrir ca.tuttugu árum síðan. Heita vatnið kom í staðinn fyrir olíukyndinguna . Við að henda olíukyndingunni, losnaði rými sem notað var undir heitan pott.

Gert á haustönn 2010
Þorsteinn Elí Gíslason
7.bekk 2010-2011

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top