Hesthúsið Friðheimum.
Mitt verkefni fjallar um hestaaðstöðuna í Friðheimum. Uppbygging hófst haust 2005 þegar byggt var 146 fm hesthús sem síðan var byggt við vor 2008 54 fm móttökurími og hlaða, og 12 fm kaffistofa/vinnuaðstaða. Við hesthúsið var gerður 200m hringvöllur árið 2006 og vor 2007 var smíðuð áhorfendastúka sem rúmar um 100 manns og umgjörð svæðisins klárað eins og sett upp fánastöng, hellulagður 100m langur göngustígur og byggt hringgerði, og reiðkennslugerði.
Hestamiðstöðin á Friðheimum var síðan vígð með pomp og prakt sumarið 2007 og árið eftir var byrjað með hestasýningar fyrir ferðamenn yfir sumartímann og hafa um 7000 gestir séð hestasýninguna ,,Stefnumót við Íslenska hestinn´´ síðastliðin þrjú sumur.
Starfsemi hestamiðstöðvarinnar felst í hestasýningum fyrir ferðamenn, kennslu aðstaða fyrir reiðnámskeið og tamningar aðstaða til að temja og þjálfa tryppi frá hrossaræktinni okkar á Friðheimum.
Gert á haustönn 2010
Karitas Ármann
7.bekkur 2010-2011