Teigur

Teigur

Garðyrkjubýlið Teigur er í norðausturhorni Laugaráshverfis og var stofnað árið 1967. Land þess er 1,4 ha að stærð og er það mjó ræma milli Laugarássins og Ásvegar og nær norður að veginum á Auðsholtshamar. Byggingarnar eru syðst á landinu. Skurðir eru í mörkum báðum megin, og hafa þeir þurrkað landið verulega.

Framleiðslu garðyrkjubændanna í hverfinu má skipta í fjórar greinar. Í fyrsta lagi útiræktun , þar sem aðallega eru ræktaðar ýmsa káltegundir, í öðru lagi blómrækt í gróðurhúsum, í þriðja lagi tómatarækt í gróðurhúsum og í fjórða lagi agúrkurækt í gróðurhúsum. Margir leggja nær eingöngu stund á eina þessara greina, og hefur sú síðastnefnda aðallega verið stunduð á þessu býli. Því fylgja 1,5 sekúndulítrar af heitu vatni.Það er leiguland með erfðafestuábúð.

Byggingar: Íbúðarhús byggt árið 1968, timbur 287 m³, gróðurhús 760 m², geymslur 220 m³.

Ábúendur: Óttar Guðmundsson og Gíslunn Jóhannsdóttir 1967-1970.

Frá 1970: Ágúst Eiríksson,f.í Reykjavík 14.4.1937, og Ingveldur Valdimarsdóttir,f.í Reykjavík 28.9.1933.

Frá 1997: Ingibjörg Guðrún Einarsdóttir,James Einar Becker og Dana Heiða Becker

Gert á haustönn 2010
Dana Heiða Becker
7.bekkur 2010-2011

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top