Bjarkarbraut 13

Bjarkarbraut 13 Reykholti

Bjarkarbraut 13
Reykholti

Húsið var byggt árið 2005-2006 af Sigurgeir Kristmannssyni. Hann byggði húsið ásamt vinnufélögum eftir teikningu Samúels Smára Hreggviðssonar. Foreldrar mínir, Magnús Á. Ágústson og Rannveig Árnardóttir keyptu húsið 13. mars 2006. Þá var eftir að spasla og mála setja gólfefni og tengla og slökkvara. Settar voru flísar á stofu, eldhús, hol og gang. Flísameistari var Sigurður Hjalti Magnússon bróðir minn, með aðstoð Kjartans bróður pabba. Málarar voru Unnsteinn,Gústi og Benni bræður mömmu, Bjössi maður Gunnu systur, Gunna og Eddi bróðir. Parketmeistari var Jónas bróðir mömmu og hurða- og eldhúsinnréttingameistari var Benni bróðr mömmu. Rafmagnsteikngingar önnuðust Alli maður Ástu frænku og Bjössi hennar Gunnu. Pabbi og Mamma hálpuðu eftir bestu getu. Við fluttum svo inn 30 júní.

Húsið er 205,5 fermetrar, 3 herbergi og stofa, eldhús, bílskúr og tvö salerni. Lóðin er 4182 m2 að stærð. Búið er að byggja pall og kofa sunnan við húsið.

 

Skrifað á haustönn 2010
Árni Ágúst Magnússon
8. Bekk 2010-2011

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top