Drumboddsstaðir

 Drumboddsstaðir 1

Húsið á Drumboddsstöðum 1 er byggt árið 1955 af Sveini Kristjánssyni og Magnhildi Indriðadóttur og voru þau fyrstu íbúar í húsinu ásamt börnum sínum fimm en einnig voru Anna Jóhannesdóttir og Theodóra Ásmundsdóttir, móðir Magnhildar í húsinu . Húsið er 270m2 á tveimur hæðum,kjallari og háaloft. Eins og áður hefur komið fram voru fyrstu íbúar í húsinu Sveinn og Magnhildur en árið 1971 var þakinu öðru megin lyft og búin til önnur íbúð fyrir son Sveins og Magnhildar, Svavar Ásmund Sveinsson og Laufeyju Eiríksdóttur og nýfædda dóttur þeirra Jórunni. Þau bjuggu á efri hæðinni á meðan Sveinn og Magnhildur bjuggu á þeirri neðri. Svo árið 1982 fluttu þau burt og neðri hæðin varð tóm en þó aðeins í stuttan tíma því svo kom yngsti sonur Sveins, Baldur og fjölskylda bjuggu fyrir neðan bróður sinn í tvö ár áður en hann flutti aftur. Á árunum 1985-1996 var á neðri hæðinni starfrækt kaffi fyrir fólk sem fór í siglingu á Hvítá en eftir það stóð neðri hæðin auð. Svo árið 2000 flutti Jórunn á sínar heimaslóðir með mann, Jón Halldór Gunnarsson og byrjuðu þau að búa saman og eignuðust þau tvö börn, þau Laufeyju Ósk og Ólaf Magna. Árið 2011 flutti svo Laufey Eiríksdóttir svo Jórunn og fjölskylda höfðu 270m2 útaf fyrir sig. Svo 15.mars 2013 seldu Jórunn og Jón fyrirtækinu Straumhvarfi húsið en sem ætlar að gera gistiheimili úr húsinu en þar sem það eru 11 svefnherbergi hentar húsið mjög vel í það hlutverk. Og nú er sögu þessarar ættar í húsinu lokið.

Laufey Ósk Jónsdóttir
7.bekkur 2012-2013

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top