Vatnsleysa

Vatnsleysa I

Húsið að Vatnsleysu 1, var byggt árið 1937 að vori til. Það tók 1 ár að byggja húsið. Þeir sem byggðu húsið var Diðrik Jónsson yfirsmiður frá Einholti. Móðurbróðir þeirra bræðra í Einholti Trausta og Haralds. Jón Guðmundsson frá Blesastöðum byrjaði um vorið með Diðriki hætti um haustið kláraði Diðrik húsið. Hann lagði miðstöðina, pússaði húsið utan og innan. Málaði og smíðaði allt innandyra þar á meðal eldhúsinnréttinguna sem stendur en í dag, 2009. Öll steypa í húsið var hrærð með höndum hífð með fötum. Fyrstu hjólbörurnar sem komu í Tungurnar voru notaðar við bygginguna. Þær voru á járnhjóli. Þær þættu nú erfiðar í dag. Dúklagningamaður var fenginn úr Reykjavík. Þetta þótti stórt hús á sínum tíma og gárungarnir kölluðu það: ,,Húsið með stóru gluggunum" en þeir þættu ekki stórir í dag. Það hefur verið búið í húsinu í 72 ár. Það eru 3 hæðir kjallari, hæð og ris. Húsið er ca. 90 fermetrar að flatarmáli. Það hefur aðeins eitt barn fæðst í þessu húsi þann 1. desember 1958 hún heitir Kristín Sigurðardóttir. Þrjár kynslóðir hafa búið í þessu húsi þessi 72 ár. Í dag bý ég með foreldrum mínum og 3 systkinum þar.

Skrifað vorið 2009
Vilborg Guðmundsdóttir
7.bekk 2008-2009

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top