Hrosshagi fjós

Fjósið í Hrosshaga

 

Afi byggði fjósið sitt með foreldrum sínum árið 1974. Hann var þá 20 gamall. Fjósið er fyrir 58 kýr. Í því er mjaltagryfja, mjólkurhús, skrifstofa, setustofa, kálfastíur, tuddastíur, biðpláss og fleira. Hann kynntist ömmu 1978 og þau hófu búskap árið 1979. Með kúabúskapnum er ýmislegt annað stundað eins og nautgriparækt og skógrækt og er amma byrjuð að rækta jólatré. Í Hrosshaga eru líka hænur, hundar og kettir, hestar og kindur. Núna er hann Jón Ágúst frændi minn kominn í búskapinn með ömmu og afa og þá fær amma stundum frí í fjósinu.

 

Kýrnar í fjósinu eru 46. Þær eru mjólkaðar tvisvar á dag. Allar kýrnar eru með hálsband með tölvukubb í. Þær fá mél í fjósinu en þau gera það með því að fara inn í sérstakan bás og þar er tölva sem les á hálsbandið þeirra og skammtar þeim það sem þær mega fá. Afi gefur þeim svo 6 rúllur 2-3 í viku. Hann notar einn traktor og svo hann lilla líka. 25 kálfar eru í fjósinu og það þarf að gefa þeim mjólk að drekka. Það gera afi, amma og Jón eftir mjaltir. Þeir eru farnir að baula mjög hátt þegar líður á mjaltirnar. Ég á góðar minningar úr fjósinu til dæmis klappa kisu í fæðingarstíunni, taka á  móti kálfum, hoppa á rúllunum og klappa kúnum. 

Sverrir Örn Gunnarsson
7.bekkur 
2012-2013

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top