Miðhús III (ROJ)

Miðhús III (ROJ)

 

Efnið í húsið var flutt inn frá Kanada og það voru kanadískir smiðir sem byggðu það. Fyrsti gámurinn kom til landsins um haustið 2008 og stuttu seinna komu smiðirnir og hófust handa við að byggja húsið. Húsið er byggt úr timbri og klætt með múrsteinum. Fyrstu vikurnar gekk allt nokkuð vel en veturinn setti síðan smá strik í reikninginn og þá hægði aðeins á byggingunni. Um vorið 2009 var húsið síðan að mestu leyti tilbúið og var þá ekki eftir neinu að bíða en að flytja inn og voru það Elísabet Dröfn Erlingsdóttir og Jón Hafsteinn Ragnarsson sem fluttu inn ásamt börnunum sínum þremur, Hafsteini Eyvari, Ragnheiði Olgu og Ísabellu Eir.

 

Gert veturinn 2011-2012
Ragnheiður Olga Jónsdóttir
7.bekk 2011-2012

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top