Skemma
Vatnsleysu 1
Hún var byggð á árunum 2005 til 2010
Fyrsta skóflustungan var tekin 13. september 2005
Stálgrindahús frá H.Hauksson. Grunnflötur 519 ferm.
Steyptur haugkjallari fyrir hesthús og allur gólfflötur steyptur eins er sökkull fyrir grind. Álklæðning utan sem innan einangrað með glerull á milli klæðninga gluggar og gönguhurðir úr tré, iðnaðarhurðir frá Héðni, þakgluggi úr plexigleri
Hiti er lagður í öll gólf og stjórnast af handstýringu. Skemman er byggð fyrir tæki og tól fyrir búið þar á meðal rúlluvél, rakstravél, heytætlu, sáðvél, traktorar og fl. Í 150 ferm. er hesthús sem loftið er tekið niður eru þar stíur fyrir 20 hross kaffistofa hnakkageymsla og salerni. Innréttingar fyrir stíur eru rústfríar stálgrindur, steyptir frontar og plastborð á milli stía .
Fyrir ofan hesthús er gert ráð fyrir innrétttu svæði sem er undir súð er það ekki tilbúin enn en bíður betri tíðar.
Fyrir utan skemmuna er gott rími fyrir tól og tæki til að athafna sig, eins er gerði fyrir hestana að viðra sig og er það notað líka til tamninga.
Gert á haustönn 2010
Egill Björn Guðmundsson
7.bekkur 2010-2011