Krókur

Krókur

 

Þetta er sjötta hjáleigan frá Bræðratungu og sú minnsta. Aðeins 5 hundruðað fornu mati. Bærinn stendur á litlu holti fast við Tungufljót. Er ekki ólíklegt, að þar hafi ráðið nokkru, að ferjustaður var þar bestur yfir Fljótið, og ferjan þurfti manninn með sér. Jarðabók Á. M. Segir  1709, að þá hafi kotið verið byggt fyrir um 60 árum. Telur árni ekki líklegt, að kotið muni byggjast aftur sökum slæmra skilyrða, en þetta fór þó á annan veg, því að árið 1729 er kotið í byggð. Landið jarðarinnar er lítið. Slægjur voru grasgefnar í Pollenginu og á bakkanum meðfram Tungufljóti, meðan beitiland var óskipt, og naut býlið þess. Nú hefur öllu landi jarðarinnar verið skipt úr, eins og allra jarða Tungutorfunnar, og þar af leiðir að hver verður að búa að sínu. Beitiland jarðarinnar er því mjög lítið, eftir að tekið hefur verið til ræktunar mest af því, sem ræktanlegt er. Þess má geta, að beitarhús frá Króki voru í Borgarholtslandi. Í staðinn fyrir það átti Borgarholtið slægjuítak í Pollenginu. Ítök féllu niður, þegar Tungutorfunni var skipt. Jörðin á veiðirétt í Hvítá og Tungufljót. Ábúendur voru Bjarni Hallgrímsdóttir og Guðleifur Eyjólfsdóttir 1889-1917. Jóhannes Guðlaugsson og Hólmfríður Bjarnadóttir 1916-1917. Marel Halldórsdóttir og Valgerður Vigfúsdóttir 1917-1918. Egill Egilsson og Þórdís Ívarsdóttir 1923-1977. Og nú búa þar Margrét og Heimir.

Sigríður Kristjana Halldórsdóttir
7.bekkur 
2012-2013

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top