Spóastaðir I

Spóastaðir 1

Um haustið árið 2003 var byrjað að grafa fyrir nýju húsi á Spóastöðum 1.  Áður höfðum við búið í gamla bænum í 5 ár.  Grunnurinn að nýja húsinu var gerður aðeins 2 metra frá því gamla. Allan veturinn var verið að smíða veggina og húsið síðan reist um páskana og lokað um vorið.  Síðan var tekin smá pása til að sinna heyskap og öðrum verkum yfir sumarið á milli þess sem pabbi kláraði að einangra.  Um haustið komu smiðirnir aftur og var byrjað aftur að smíða.  Þá voru milliveggir og loftið sett upp.  Allt var síðan klárað svo að við gátum flutt inn 11. desember 2004.  Samt vantaði öll gólfefni, en við máluðum bara gólfið í staðinn.  Húsið er smíðað úr timbri og er á einni hæð.  Það er 230 m2 með bílskúr. Það er rauðbrúnt á litinn með grænu þaki.  Árið 2007 um sumarið var smíðaður pallur sem er um 30 m2.

 

 

Þórhildur Lilja Þórarinsdóttir 
7.bekkur 2013-2014

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top