Hjarðarland

Hjarðarland

Íbúðarhúsið á Hjarðarlandi er byggt á árunum 1949-1952 af Helga Kr. Einarssyni. Helgi Einarsson og kona hans Sigríður Lovísa Sigtryggsdóttir bjuggu fyrst í húsinu. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum og er u.þ.b 150 fermetrar. Húsið er mjög rúmgott og stórt. Í húsinu eru 6 herbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, þvottahús og búr. Frá árinu 2004 hefur mín fjölskylda búið í húsinu: Egill Jónasson, Kolbrún Ósk Sæmundsdóttir, Ólafur Óskar Egilsson, Eyrún Ósk Egilsdóttir, Samúel Birkir Egilsson og Þórdís Elín Egilsdóttir. Nú eru allir ungarnir (Ólafur,Samúel og Eyrún) flognir úr hreiðrinu þannig að ég sit eftir hjá gamla settinu. (Egill og Kolbrún)

Heimildir: Sunnlenskar byggðir 1 og munnlegar heimildir frá Kolbrúnu.
Skrifað 20.2.2012

Gert á veturinn 2011-2012
Þórdís Eín Egilsdóttir
7.bekk 2011-2012

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top