Húsið Þöll stendur við Dalbraut og er hús númer 3.
Árið 2000 kaupum við lóð í Reykholti ca. 1 ha og skírum reitinn Þöll. Þá strax förum við að huga að teikningum að húsinu, og sá Guðmundur Hjaltason á Verkfræðistofu Suðurlands um teiknivinnuna og hönnun ásamt okkur.
Síðan tókum við fyrstu skóflustunguna og grófum fyrir sökklum í okt. 2001 og var Grímur Þór á Syðri-Reykjum jarðvegsverktakinn. Sáu Sigurður Snær og Sveinn að mestu um að keyra 2000 m³ af möl undir húsið. Að því loknu var farið að reisa sökkla sumarið 2001 og sá Bisk-verk um þá vinnu sem og aðra byggingarvinnu í húsinu ásamt heimilisfólki og vinum og vandamönnum.
Árið 2002 er farið að sjást húsmynd og unnið þindarlaust myrkrana á milli við að byggja húsið. Árið 2003 í júní er svo flutt inn. Á þeim tímapunkti er samt margt eftir, t.d. múra að utan, þakkantur, pallur og margt fleira.
Húsið okkar er 238 m², með bílskúr, og er það í upprunalegri mynd.
Í dag er síðan búið að byggja pall með heitum potti og stéttar, gera flöt kringum húsið, múra það og mála og margt fleira.
Skrifað vorið 2009
Sigurður Snær Sveinsson
7.bekk 2008-2009