Arnarholt

Arnarholt

Íbúðarhúsið í Arnarholti var byggt árið 1964. Ingvar Indriðason byggði húsið og bjó fyrstur í því með konu sinni Halldóru Jaspersdóttur. Bygging hússins tók um 1 ár og veggirnir voru hækkaðir á suðurhliðinni til að fá meiri halla á þakið (Slíkt er yfirleitt ekki gert). Húsið er rúmgott og plássmikið og er 160 fermetrar.

Ekkert hefur verið bætt við húsið frá byggingu en einu sinni hefur kviknað í húsinu en ekkert skemmdist. Ábúendur hafa verið nokkrir: Fyrst Ingvar og Halldóra, síðan Indriði Ingvarsson, svo Theódóra Ingvarsdóttir og Ólafur Þór Jónasson og synir þeirra: Jónas, Gústaf og Ingvar. Næstu ábúendur voru: Smári Guðmundsson og Ída Stanleysdóttir, síðan Arnór Karlsson. Frá árinu 2003 hefur fjölskylda mín búið í húsinu. Þau: Sævar Bjarnhéðinsson og Sigríður Jónsdóttir, Bjarni Sævarsson og Teitur Sævarsson, María Þórunn Jónssdóttir og Mads Stubb Jörgensen.

Skrifað vorið 2009
Teitur Sævarsson
7.bekk 2008-2009

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top