Fell

Fell

 

Fell var byggt árið 1927. Árið 1929 fluttu Kristján Loftsson og Guðbjög Greipsdóttir að Felli. Guðbjörg og Kristján eignuðust þrettán börn er þrjú þeirra dóu ung.
Árið 1963 fluttu Auður Kristjánsdóttir og Jóhann Vilbergsson að Felli. Í fyrstu bjuggu þau í ,,gamla“ húsinu sem foreldrar Auðar höfðu byggt árið 1929. En árið 1968 hófust þau handa við að byggja nýtt hús. Það tók um eitt og hálft ár að byggja það hús sem nú stendur og fluttur þau inn árið 1969. Húsið er afar vel byggt steinhús og má sjá nú í dag að það lítur mjög vel út.
Þau hjónin bjuggu á Felli í 30 ár. Frá árinu 1963 til 1969 í ,,gamla“ húsinu en í nýja húsinu bjuggu þau til ársins 1993. Auður og Jóhann voru með allar hugsanlegar skepnur eins og kýr, hross, kindur og hænur en á tímabili voru þau líka með svín.
Á Felli var alltaf mikið um gesti og Auður minnist þess að gestirnir hafi hreinlega mæst í dyrunum. Þá var nú gott að eiga góðgæti í kistunni. Eftir að Auður og Jóhann fluttu burt var stofnað félag um jörðina. Lögreglusambandið leigir nú húsið.
Búið er að endurbyggja húsið að innan sem utan, eldhúsið er búið nýjustu tækjum. einnig er stór og góð sólverönd út frá stöfunni þar sem er heitur pottur. Eins og sjá má að framansögðu á Fell sér langa sögu.

Skrifað vorið 2009
Alexandra Ýr Bridde
7.bekk 2008-2009

Byggðin

Menu

Vefurinn

Heimasíða

Go to top