Íbúðarhúsið var byggt 1955-1959 og flutt var inn í húsið árið 1959.
Eftir því sem best er vitað hefur húsinu ekki verið breitt, íbúar húsins hafa í gegnum tíðina verið:
Bragi Steingrímsson og Sigurbjörg Lárusdóttir, árin 1959-1964
Gunnlaugur Skúlason og Renata Vilhjálmsdóttir, árin 1964 - 1995
Helgi Sveibjörnsson og Björg Ólafsdóttir ásamt börnum, þeim Ívari og Gunni. Þau fyrst í kjallaraíbúðinni frá 1995 – 1996 og flytja síðan upp 1996 og búa þar til 2000. Helgi býr nú ásamt Agli Óla og Rannveigu Góu frá 2000 til dagsins í dag, 2009.
Saga sem gerðist í húsinu.
Einu sinnu lak vatn úr hjónaherberginu og alveg niður á næstu hæð. Og þá sóttu Gunnlaugur og Renata járnbala og settu undir lekann. Balinn ryðgaði svo mikið að vatnið varð rauðbrúnt og vatnið slettist á hvíta veggina þannig að sletturnar urðu eins og blóð.
Skrifað vorið 2009
Egill Óli Helgason
7.bekkur 2008-2009