Hugbúnaðarkennsla

Hugbúnaðarkennsla

 

 

Hér er hægt að finna að mestu þau forrit sem eru og hafa verið notuð við vinnslu þeirra verkefna sem má finna á síðunni. Mörg þeirra eru opinn hugbúnaður sem hægt er að fá ókeypis en sum þarf að kaupa sér aðgang að. Ef þú smellir á táknin sem hér fylgja áttu að komast á heimasíður þessara forrita, gangageymslna og annars hugbúnaðar.

 

Audacity

Camstudio

Facebook

Google þjónustan

Google drive

Irfranview

Jamendo

Movie maker

Office pakkinn

Open office

 

Youtube

Dropbox

 

10 fast fingers

Vélritunarkennslan Sense lang

 


 

Ýmis forrit er hægt að fá ókeypis á Netinu og nota í grunnskólastarfi. Þetta eru forrit sem taka ekki mikið geymslupláss í tölvum og er jafnframt auðvelt að hlaða niður í einkatölvur. Það sem nemendur læra í skólanum geta þeir farið með heim og bjargað sér sjálfir um viðeigandi hugbúnað, án þess að leggja út í mikinn kostnað ef þá nokkurn. Forritin sem hér hafa verið valin til þess að nota í þessu verkefni eru forrit sem hafa reynst vel í skólastarfi og nemendur eiga auðvelt með að tileinka sér. Samkvæmt námskrá í upplýsingatækni þurfa nemendur að geta unnið ýmis verkefni í forritum svo sem með ljósmyndir, hljóð og texta.

Til að eiga við ljósmyndir varð fyrir valinu ljósmyndaforritið IrfanView 4.10 (sjá http://www.irfanview.com ). Forritið er auðvelt í uppsetningu og með fáa en skýra valkosti til að vinna með. Þetta er byrjendaforrit sem auðvelt er að læra á. Forritið gengur bæði á tölvur sem nota Windows- og Mac-stýrikerfi.

Þá varð fyrir valinu hljóðvinnsluforritið Audacity 1.2.4 (sjá http://audacity.sourceforge.net ) sem er einnig auðvelt að hlaða niður í einkatölvur og einfalt að vinna með. Þetta forrit gengur bæði á tölvur sem nota Windows- og Mac-stýrikerfi.

Að lokum varð fyrir valinu að nota forritið Photostory 3 fyrir Windows. (sjá http://www.microsoft.com/windowsxp/using/digitalphotography/PhotoStory/default.mspx ). Þetta forrit er búið að hlaða niður á margar tölvur með Windows-kerfinu þegar þær eru keyptar, einnig getur eigandi PC-tölvu hlaðið þessu niður sjálfur. Þetta forrit gengur ekki fyrir Apple umhverfið (sjá http://www.apple.com ). Sambærilegt forrit fyrir slíka tölvur hjá þeim er ekki til, eins og staðan þar er í dag.

Hvað ritvinnslu varðar í þessu verkefni er reiknað með að nemendur hafi aðgang að hugbúnaðarsafninu Microsoft Office (sjá http://office.microsoft.com ) en þegar til framtíðar

litið er vert fyrir grunnskóla að skoða hugbúnaðarsafn eins og Open Office (sjá http://www.openoffice.org ) sem býður upp á alla möguleika sem grunnskólanemendur þurfa á að halda í sinni vinnu.

Þegar til litið er til framtíðar má hugsa sér að gera kennara og nemendur hæfari í upplýsingatækni með því að prófa og nota annan opinn hugbúnað en hér hefur verið nefndur til sögunnar. Þar má nefna t.d. ritvinnslu sem hægt er að inna af hendi beint á Netinu eins og hjá Google Docs (sjá http://docs.google.com ). Þegar þetta er skrifað er Google að setja fram nýjan samskiptavettvang, Google Wave, (sjá http://wave.google.com ). Hann hljómar spennandi en það á að vera hægt að hafa samskipti eins og með tölvupósti, með umræðum og fleira í rauntíma. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig þetta þróast og hvort grunnskólaumhverfið sér sér hag í að nota slíkt verkfæri fyrir og með nemendum.

Þá er einnig til gott ljósmyndaforrit sem höfundur hefur reynslu af, Paint.net (sjá http://www.paint.net ). Það er einfalt og auðvelt að nota í grunnskólastarfi. Þetta forrit er nokkuð flóknara en IrfanView og mætti hugsa sér að nota það í efstu bekkjum grunnskólans. Þá má einnig líta til þess að nemendur nýti sér forrit eins og Windows Movie Maker (http://www.microsoft.com/windowsxp/downloads/updates/moviemaker2.mspx ) og Camstudio (sjá http://camstudio.org ).

Í fjölbreytileika dagsins, eru alltaf að koma fram ný forrit og nýr hugbúnaður. Kennarar sem og aðrir í samfélaginu mega hafa sig alla við að fylgjast með þróuninni á upplýsingatæknisviðinu. Því má leiða líkum að því að nemendur sem fá innsýn í tæknina og læra að vinna með hana, eigi auðveldara með að tileinka sér nýja tækni og jafnframt að meta á einhvern hátt það sem er í boði hverju sinni.

Go to top