Ljósmyndasöguforrit

Photostory 3 fyrir Windows

 Ef þú ýtir á takkann ,,full" þá stækkar skjásýningin og nær yfir allan skjáinn.

Námsmarkmið með ljósmyndasöguforritinu Photostory eru að nemandinn:

  • Búi til ljósmyndasögu með tónum
  • Finni ákveðið forrit á Netinu
  • Finni ákveðið forrit í tölvunni
  • Byrji á ljósmyndasögu
  • Hlaði myndum inn í forrit
  • Fjarlægi rauð augu úr myndum
  • Skerpi ljósmynd
  • Snúi mynd um 90 og 180 gráður
  • Finni ljósmyndir í tölvu
  • Taki hluta úr mynd, „kroppa” mynd
  • Setji texta inn á ljósmynd
  • Staðsetji texta á ljósmynd
  • Velji leturgerð, stærð og lit á mynd
  • Breyti „effectum” á mynd
  • Setji birtingartíma á mynd
  • Setji inn mismunandi skiptingamöguleika milli mynda
  • Búi til eigið „lag”
  • Setji inn tónlist
  • Visti ljósmyndasögu á tölvu
  • Ákveði hvaða gæði eiga að vera á ljósmyndasögu
  • Visti vinnsluhaminn (e. project)
  • Kunni að .wmv skrá er notuð um „video”
  • Skilji táknmyndir geta verið mismunandi
  • Viti að það er hægt að breyta nafni á skrám (e. rename)
  • Læri ný orð sem eru notuð í tölvuvinnslu
  • Beiti nýju orðunum meðan unnið er í forritinu
Go to top