Bræðratungukirkja

 Í  Tungu , sem hét til forna, mun snemma hafa verið kirkja.                                                                            Er getið kirkju þar í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar, sem er frá því um 1200, og í Sturlungu er hún nefnd í frásögn af jólareið Sturlunga og víðar .  Sú kirkja  er stendur í Bræðratungu, var teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni og reist árið 1911. Var hún vígð af séra Eiríki Þ Stefánssyni á nýársdag árið 1912. Hún er með smæstu kirkjum og þó með mestu reisn .

Hún á gamlan silfurkaleik og patínu, altaristöflu sem Þorsteinn Guðmundsson frá Hlíð hefur málað 1848, merkilegan róðukross,  sem komin mun sunnan ú rómverskri kristni, skorna mynd af Andrési postula með kross sinn og fjórar krossferilsmyndir, sem einnig eru sagðar komnar sunnan úr ítölsku klaustri.

Þrír veglegir legsteinar  sem voru varðveittir undir kirkjugólfinu er nú búið að færa út en eru þeir við hliðina á  kirkjunni . Einn þeirra er legstein Gísla Hákonarsonar lögmann                                                     Sumarið 1975  máluðu hjónin Jón Björnsson og Greta Björnsson  kirkjuna  forkunnar vel, og  jafnframt gekkst Jón Björnsson fyrir því , að listfræðingurinn Ponzi hreinsaði og gerði við krossferilsmyndirnar.  Kom þá í ljós,  að myndir þessar  voru ágæt verk frá endurreisnarskeiðinni , gætu því verið málaðar á 15 eða 16 öld. Að forgöngu  Jóns Björnssonar kostuðu  Félag málarameistara og nokkrar  málaraverslanir  viðgerð myndanna .      

Bræðratungukirkja ver afhent söfnuði 1899. Sóknarmörk eru norðan Drumboddsstaða, og er öll Eystritungan þar fyrir sunnan og vestan í sókninni.  Árið 1977 voru sóknar menn 49.    

Heimild: Sunnlenskar byggðir                                              

 

Sigríður Magnea Kjartansdóttir 
7.bekkur 2012-2013

Go to top