Velkomin á vefinn Átthagafræði Bláskógabyggðar.
Á þessum vef má finna verkefni sem nemendur Grunnskóla Bláskógabyggðar, nú Bláskógaskóla, hafa unnið einkum í upplýsingatækni í skólanum en einnig má finna verkefni sem hafa verið unnin í öðrum fögum. Einnig má finna nokkur myndbönd úr skólalífinu sjálfu.
Hugmyndin að vefnum varð til þegar Agla Snorradóttir kennari við Grunnskóla Bláskógabyggðar (nú Bláskógaskóli) var í meistaranámi við Kennaraháskóla Íslands. Vefurinn var settur upp sem hluti af meistaraprófsverkefninu.
Stjórnendur Grunnskóla Bláskógabyggðar, þau Arndís Jónsóttir og Sigmar Ólafsson, studdu hugmyndina og gerðu hana að veruleika.
Síðar var nafni skólans breytt í Bláskógaskóla og hafa núverandi stjórnendur stutt verkefnið áfram.
Verkefni nemenda eru sett inn eftir hverja önn þannig að vænta má nýrra verkefna í nóvember, febrúar og júní á hverju ári. Þó eru verk stundum sett inn þess á milli.
Ef notendur vefsins vilja ná sambandi við stjórnanda hans má gjarnan senda honum tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.