Friday, January 6, 2012

Álfareið í Reikholti



Æskulýðsnefndin stóð fyrir álfareið í Reykholti í gær fimmtudaginn 5. janúar. Farið var frá Aratungu kl.16.30 og síðan var gengið að Friðheimum þar sem sungin voru áramótalög. í forreið voru Álfakóngur og Álfadrottning en að þessu sinni voru það Sigríður Magnea Kjartansdóttir of Sölvi Freyr Jónasson. Þau mættu á hestunum sínum sem voru sannalega prúðbúnir og flottir. Í Friðheimum gæddu gestir sér á heitu kakó og kökum og síðan var spjallað og krakkarnir ærsluðust í snjónum. Þetta var skemmtileg stund og gamann að kveðja jólin saman og fagna nýju ári í góðum félagsskap.

Tuesday, August 23, 2011

Æskulýðsreiðtúr Loga

Æskulýðsreiðtúr Loga verður föstudaginn 26. ágúst og verður lagt af stað frá Brú kl. 16:00. Riðinn verður hringur um Haukadalinn, með viðkomu á Selhól. Á leiðinn verður stoppað og boðið upp á grillaðar pylsur.
Skráning í ferðina er hjá Sirrý 892-8346 og Sigurlínu 695-1541.

Athugið, skráningu líkur miðvikudagskvöldið 24. ágúst og mikilvægt er að allir skrái sig (börn og fullorðnir) svo við vitum hvað þarf mikið af pylsum.
Nefndin


Sunday, January 2, 2011

Álfareið 2011

Gleðilegt nýtt ár

Æskulýðsnefnd Loga stendur fyrir álfareið í Reykholti föstudaginn 7.janúar og eru allir velkomnir hvort sem þeir tilheyra hestamannafélaginu eða ekki en Loga krakkar sérstaklega hvattir til að mæta. Hugmyndin er að hafa þetta nokkurskonar skrúðgöngu og er fólki frjálst að vera á hesti eða gangandi. Hvetjum alla til að mæta í einhverjum búningum ef þeir vilja en flugeldar eru bannaðir. Við ætlum að hittast klukkan 16.30 á planinu við Aratungu og ganga að Friðheimum þar sem við munum syngja áramótalög og fá heitt kakó og skúffuköku.
Kveðjum jólin saman og fögnum nýju ári í góðum félagsskap!!
Æskulýðsnefnd Loga

Friday, October 15, 2010

Reiðtygjaþrif

Þá er komið að því ! Við ætlum að hittast hress og kát og þrífa reiðtygin okkar í Fellskoti föstudaginn 22.október kl. 16:30 með hnakkinn og beislið sitt. Nefndin ætlar að útvega sápu, svamp og feiti en þeir sem eiga geta tekið með sér. Þegar þrifum lýkur ætlum við að snæða saman eitthvað góðgæti. Foreldrar velkomnir að hjálpa við þrifin. Stefnum að því að vera búin kl.19:00. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku barna og foreldra fyrir hádegi á miðvikudaginn 20. Október í síma Sigurlína: 695-1541(482-1540) Sirrý : 892-8346 Líney: 899-8616 (4868855), Helena: (699-1915) eða Helga María (893-8735)

Uppskeruhátíðin verður svo 2. nóvember í Grunnskólanum Reykholti. Hugmyndin er að hittast kl. 20:00 og halda upp á gott starfsár og munum við fá fyrirlesara. Þá mun nefndin kynna þær hugmyndir sem komnar eru fyrir komandi ár 2010-2011. Öll börn og foreldrar velkomin að kynna sér æskulýðsstarfið. Gaman væri ef allir gætu tekið eitthvað með á hlaðborð. Einnig munum við veita æskulýðsskjöldinn Feyki fyrir 2010. Æskulýðsnefndin hefur ákveðið að prufa hvernig það kemur út þetta árið að bjóða einstaklingum átján ára og eldri að tilnefna hvaða barn eða ungmenni undir 18 ára þeim finnst á einn eða annan hátt hafa sýnt framfarir á sviði hestamennskunnar og jafnframt verið öðrum góð fyrirmynd. Tillögurnar verða að vera vel rökstuddar og skal skilað í kassa sem verður til staðar í Fellskoti, þegar við þrífum reyðtygin, eða sendast Sigurlínu Kristinsdóttur, Bjarkarbraut 26, merkt Æskulýðsnefnd, fyrir 22.október. Tillögurnar skulu vera með nafni tilnefnanda og ekki mega foreldrar tilnefna sitt barn. Stjórn Loga í samstarfi við æskulýðsnefnd mun svo ákveða tilnefninguna.
Vinsamlega geymið miðann.
Sjáumst með reiðtygin 22.október!
Nefndin

Tuesday, August 31, 2010

Fjölskylduferð Loga á Grænhól.


Farin var fjölskylduferð nú á dögunum á vegum æskulýðsstarfsins hjá hestamannafélaginu Loga. Ferðin hófst á að heimsækja Gunnar Arnarsson og Kristbjörgu Eyvindsdóttur á Grænhól. En þau hlutu landbúnaðarverðlaunin 2010 og hafa hlotið heiðursviðurkenninguna Hrossaræktarbú ársins alls fjórum sinnum. Við fengum góðar móttökur á Grænhól, þar sem húsakynni voru skoðuð, hestar sýndir og þau hjónin sögðu okkur frá starfinu. Við þökkum þeim kærlega fyrir okkur og höfðum öll mikið gaman af að skoða þetta glæsilega bú. Ferðinni var síðan heitið í Selfossbíó og enduðum á Hróa Hetti. Frábær dagur. Framundan hjá æskulýðsstarfinu er svo reiðtygjaþrif og Álfareið í Reykholti. Minnum á heimasíðuna okkar http://hestamannafelagidlogi.bloggar.is/

Nefndin

Tuesday, August 10, 2010

Æskulýðsnefnd boðar til fjölskylduferðar fimmtudaginn 12. ágúst.

Ætlunin er að heimsækja Gunnar Arnarsson og Kristbjörgu Eyvindsdóttur á Grænhól. En þau hlutu landbúnaðarverðlaunin 2010 og hafa hlotið heiðursviðurkenninguna Hrossaræktarbú ársins alls fjórum sinnum. Fá sér svo að borða og fara í bíó á Selfossi.
Ferðalagið hefst í Reykholti kl 15.00, höldum þaðan á Grænhól. Við þurfum að fá skráningu til að panta í bíó og mat, henni líkur á þriðjudagskvöldið. Kostnaður fer eftir fjölda þátttakenda, en verður hugsanlega í kringum 2500 kr. á mann.
Skráning í síma: 482-1540, 695-1541( Sigurlína) 899-8616( Líney) 486-8937,892-8346 ( Sirrý) og Helena (699-1915)
Hvetjum alla fjölskylduna til að fara saman og eiga góðann dag og munum eftir að skrá á réttum tíma til að einfalda allt skipulag ferðarinnar. Höfðum hugsað að fjölskyldur færu á eigin vegum, en ef aukapláss væri í bílum væri hægt að sameinast í bíla.
Þetta hefur verið óvanarlegt vor og sumar hjá öllu hestafólki sökum hestapestarinnar og erfitt að halda uppi nokkurri starfsemi, en framundan hjá okkur í æskulýðsnefndinni er fyrirhuguð reiðtygjaþrif í haust og Álfareiðin um áramótin.
Kveðja nefndin.

Monday, May 31, 2010


Á seinasta aðalfundi Hestamannafélagsin Loga var kosin hestaíþróttamaður ársins 2009 og varð fyrir valinu Dóróthea Ármann. Styttan er veitt ár hvert á aðalfundi félagsins þeim félagsmanni sem skarað hefur framúr í reiðmennsku og sýnt ótvíræða hæfni með framgöngu sinni. Dóróthea stóð sig ótrúlega vel á félagsmótinu á Hrísholti um verslunarmannahelgina 2009 og vann B-flokkinn á Eskimær frá Friðheimum, varð önnur í tölti barna á sama hrossi og hún var þriðja í barnaflokki á Björgvin frá Friðheimum. Eskimær var valin glæsilegasti hestur mótsins og Dórothea knapi mótsins.
Við óskum Dórótheu til hamingju með tilnefninguna.